Enski boltinn

Benitez er bjartsýnn á að ná fjórða sætinu

NordcPhotos/GettyImages

Rafa Benitez er bjartsýnn á að hans menn í Liverpool nái að landa fjórða sætinu dýrmæta í ensku úrvalsdeildinni í vor og tryggja sér þar með sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Þeir rauðu hafa verið að rétta úr kútnum í deildinni í síðustu leikjum en ljóst er að þeirra bíður hörð samkeppni frá nokkrum liðum í efri hlutanum.

"Við vitum að þetta verður erfitt, en úr því sem komið er er þetta í okkar höndum. Það er mjög jákvætt því þá vitum við að ef við höldum áfram að vinna - náum við sætinu. Aston Villa, Blackburn, Man City, Portsmouth og Everton hafa öll verið að leika ágætlega og þetta verður því mjög erfitt," sagði Spánverjinn í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×