Enski boltinn

Jói Kalli sá rautt í tapi Burnley

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jó Kalli fékk rautt á 77. mínútu í tapleik Burnley.
Jó Kalli fékk rautt á 77. mínútu í tapleik Burnley.

Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley, var einn af fjórum leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í leik Hull og Burnley í 1. deildinni í kvöld.

Hull vann leikinn 2-0 en bæði mörkin voru komin þegar Jóhannes kom inn sem varamaður eftir hálftíma leik. Alls voru fjögur rauð spjöld í þessum leik, tvö á hvort lið. Jóhannes fékk sitt annað gula spjald á 77. mínútu.

Bristol City er á toppi deildarinnar með 65 stig en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Charlton í kvöld. Watford sem gerði jafntefli við Norwich hefur 62 stig eins og Stoke City.

WBA er ífjórða sæti með 61 stig en liðið vann 1-0 útisigur á Sheffield Wednesday í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×