DeGeneres tárast vegna hommafóbíu 2. mars 2008 19:16 Gamanleikkonan og spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres gerði hlé á dagskrá þáttar síns á föstudag til að ræða málefni sem stendur henni nærri, hommafóbíu. Leikkonan átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún sagði frá Lawrence "Larry" King, 15 ára gömlum dreng sem var myrtur 12. febrúar síðastliðinn vegna þess að hann var samkynhneigður. Fjórtán ára gamall drengur, Brandon McInerney, hefur verið ákærður fyrir að skjóta King í höfuðið í skólastofu fullri af nemendum í skóla í Oxnard í Kaliforníu. "Ég myndi vilja byrja á því að vekja athygli á því hversu oft er gert grín á kostnað samkynhneigðra í kvikmyndum," sagði DeGeneres í þættinum sem dregur að um 2,5 milljón áhorfenda. "Þess konar skilaboð, að hlæja að einhverjum af því þeir eru samkynhneigðir, er bara byrjunin. Það byrjar því, og síðan kemur árás með orðum, þá kemur líkamlegt áreiti eða misnotkun, og í þessu tilfelli var það Brandon sem drap ungan dreng eins og Larry." Nokkrum dögum áður en King var myrtur hafði hann sagt morðingja sínum að hann kynni mjög vel við hann og vildi vera meiri vinur hans. Vitni segja að McInerney hafi strítt King á að vera hommi. E Online segir að lögregla á staðnum hafi ekki rætt ástæðuna fyrir skotárásinni, en saksóknarar hafi ákært McInerney fyrir að fremja hatursglæp. Almennt er talað um að sá glæpur tengist kynhneigð King. "Larry var ekki annars flokks borgari," sagði DeGeneres; "Ég er ekki annars flokks borgari. Það er allt í lagi að vera samkynhneigður." Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Gamanleikkonan og spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres gerði hlé á dagskrá þáttar síns á föstudag til að ræða málefni sem stendur henni nærri, hommafóbíu. Leikkonan átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún sagði frá Lawrence "Larry" King, 15 ára gömlum dreng sem var myrtur 12. febrúar síðastliðinn vegna þess að hann var samkynhneigður. Fjórtán ára gamall drengur, Brandon McInerney, hefur verið ákærður fyrir að skjóta King í höfuðið í skólastofu fullri af nemendum í skóla í Oxnard í Kaliforníu. "Ég myndi vilja byrja á því að vekja athygli á því hversu oft er gert grín á kostnað samkynhneigðra í kvikmyndum," sagði DeGeneres í þættinum sem dregur að um 2,5 milljón áhorfenda. "Þess konar skilaboð, að hlæja að einhverjum af því þeir eru samkynhneigðir, er bara byrjunin. Það byrjar því, og síðan kemur árás með orðum, þá kemur líkamlegt áreiti eða misnotkun, og í þessu tilfelli var það Brandon sem drap ungan dreng eins og Larry." Nokkrum dögum áður en King var myrtur hafði hann sagt morðingja sínum að hann kynni mjög vel við hann og vildi vera meiri vinur hans. Vitni segja að McInerney hafi strítt King á að vera hommi. E Online segir að lögregla á staðnum hafi ekki rætt ástæðuna fyrir skotárásinni, en saksóknarar hafi ákært McInerney fyrir að fremja hatursglæp. Almennt er talað um að sá glæpur tengist kynhneigð King. "Larry var ekki annars flokks borgari," sagði DeGeneres; "Ég er ekki annars flokks borgari. Það er allt í lagi að vera samkynhneigður."
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira