Enski boltinn

Dagar Avram Grant taldir?

NordcPhotos/GettyImages

Breska slúðurpressan segir að hallarbylting sé í vændum hjá Chelsea. News of the World segir að ef félagið ráði ekki annan þjálfara í sumar muni menn á borð við Didier Drogba og Frank Lampard fara frá félaginu.

Því er haldið fram að Avram Grant verði færður á skrifstofuna og gerður að yfirmanni knattspyrnumála og nýr maður verði fenginn til að stýra liðinu.

Þá segir að lið eins og Real Madrid og AC Milan séu í startholunum ef einhverjir af þessum leikmönnum láta verða af því að fara fram á sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×