Enski boltinn

Eduardo man lítið eftir brotinu hræðilega

NordcPhotos/GettyImages

Eduardo hjá Arsenal segist lítið muna eftir því þegar hann fótbrotnaði á ógeðfelldan hátt í leik Arsenal og Birmingham um síðustu helgi. Hann segist vona að afsökunarbeiðni Martin Taylor hafi verið ósvikin.

"Ég man bara eftir því að hafa horft á fótinn á mér úr lið og fundið gríðarlegan sársauka, en síðan man ég lítið annað en að hafa verið settur á börur og rankað við mér á sjúkrahúsinu," sagði Eduardo í samtali við News of the World.

"Ég trúi því ekki að nokkur maður ætli sér viljandi að meiða andstæðing sinn svona strax í upphafi leiks og ég trúi því ekki upp á hann. Ég vil trúa því að Taylor hafi verið einlægur þegar hann baðst afsökunar og ég tók við henni, þó þetta hafi bundið enda á tímabilið fyrir mig," sagði Eduardo og bætti því við að hann ætlaði aldrei að horfa á upptöku af brotinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×