Enski boltinn

Hermann: Þetta er risaleikur

Nordic Photos / Getty Images

Everton tekur á móti Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun og þar berjast tvö lið sem eru í baráttu um Evrópusæti. Hermann Hreiðarsson segir leikinn gríðarlega mikilvægan fyrir sína menn.

"Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur. Everton hefur verið á góðri siglingu undanfarið. Það eru ellefu leikir eftir í deildinni og við erum sex stigum á eftir þeim. Ef við vinnum þá erum við ekki nema þremur stigum frá Meistaradeildarsæti þegar 10 leikir eru eftir, svo við verðum bara að setja markið hátt og sjá hvað gerist. Ef við hinsvegar töpum, erum við 9 stigum á eftir þeim og það er erfið staða," sagði Hermann í samtali við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×