Enski boltinn

Bragðdauft jafntefli í Manchester

Nordic Photos / Getty Images

Manchester City virðist vera að gefa eftir í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni, en í kvöld gerði liðið markalaust jafntefli við Wigan í Manchester. Leikurinn var lítið fyrir augað en City menn virtust sakna þeirra Martin Petrov og Micah Richards sem léku ekki með liðinu í kvöld.

Framherjinn Benjani fékk tvö ágæt færi fyrir City en náði ekki að nýta þau. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar, en stigið var Wigan dýrmætt því það lyfti lærisveinum Steve Bruce tveimur stigum upp af fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×