Enski boltinn

Keegan með lélegustu byrjunina

NordcPhotos/GettyImages

Kevin Keegan er með lélegustu byrjun þeirra átta stjóra sem tekið hafa til starfa í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, en Juande Ramos hjá Tottenham með þá bestu.

Árangur Newcastle er þannig 66% lakari en hann var undir stjórn Sam Allardyce samkvæmt tölfræðiúttekt The Sun, en liðið hefur aðeins fengið 0,4 stig að meðaltali í leik síðan hann tók við á meðan Stóri-Sam nældi í 1,18 stig í leik.

Juande Ramos hefur hinsvegar bætt árangur Tottenham um 161% síðan hann tók við liðinu feitu og pattaralegu af Martin Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×