Enski boltinn

Reiknað með Bendtner í byrjunarliðið

Nordic Photos / Getty Images

Danski framherjinn Nicklas Bendtner mun líklega taka stöðu Eduardo da Silva í byrjunarliði Arsenal á morgun þegar liðið fær Aston Villa í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Nokkur forföll eru í liði Arsenal eins og verið hefur og þar má nefna að Tomas Rosicky er tognaður á læri, Kolo Toure er meiddur á hné og Emmanuel Eboue verður í leikbanni.

Aston Villa hefur aðeins tapað tveimur útileikjum á leiktíðinni og þar á bæ standa vonir til um að sænski varnarjaxlinn Olof Mellberg verði orðinn klár eftir ökklameiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×