Enski boltinn

Ég fer ekki frá Chelsea

Nordic Photos / Getty Images

Fyrirliðinn John Terry segist alls ekki vilja fara á Chelsea heldur einbeita sér að því að bæta fleiri titlum í safnið í framtíðinni. Hann reifst heiftarlega við þjálfara sinn fyrir síðustu helgi, en vill nú aðeins horfa fram á við.

"Ég sé mig ekki fara frá félaginu, ég er nýbúinn að skrifa undir samning og elska félagið. Ég vil bara ná árangri og ég þykist skilja hvað stuðningsmennirnir ganga í gegn um dag frá degi. Ég mæti ekki bara á æfingu og gleymi því þegar ég er búinn að vinna. Ég tek vinnuna með mér heim," sagði Terry, sem er ekki búinn að gleyma því hvaðan hann kemur.

"Ég er heppinn að vera í minni aðstöðu hjá svona frábæru félagi. Ég hef verið hérna á 45 pundum á viku og vann mig upp í að það vera þar sem ég er í dag," sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×