Enski boltinn

Coppell: Við erum í skítnum

Nordic Photos / Getty Images

Steve Coppell, stjóri Reading, fer ekki leynt með andúð sína á þeirri staðreynd að lið hans er búið að tapa átta leikjum í röð í úrvalsdeildinni og er í fallhættu. Hann boðar róttækar breytingar ef leikmenn taka sig ekki saman í andlitinu.

"Við erum í skítnum og eitthvað verður að breytast. Munurinn á varaliði okkar og aðalliði er ekki mikill um þessar mundir. Ég er búinn að vera að bíða eftir sigri svo aðalliðsmennirnir geti sannað að þeir eigi þar heima, en þeir hafa ekki svarað kallinu. Það gæti því komið að því að ég þyrfti að skipta öllum 11 mönnum út úr liðinu;" sagði Coppell.

Reading er í 18. og þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar með aðeins 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×