Enski boltinn

Newcastle að fá varnarmann?

Nordic Photos / Getty Images

Sky segir frá því í morgun að Newcastle sé við það að landa senegalska varnarmanninum Lamine Diatta í sínar raðir, en hann er með lausa samninga frá Besiktas.

Hann gæti því samið við Newcastle þrátt fyrir að leikmannamarkaðurinn sé lokaður. Diatta þessi er landsliðsmaður Senegal og hefur reynslu af því að spila með Marseille, Rennes og Lyon í Frakklandi.

Hann er 32 ára gamall og hefur reyndar verið orðaður við Wigan og Birmingham líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×