Enski boltinn

Redknapp hefur áhyggjur af framtíðinni

NordicPhotos/GettyImages

Harry Redknapp segist hafa miklar áhyggjur af komandi kynslóðum knattspyrnumanna á Englandi og segir efniviðinn í landinu einn þann lélegasta sem komið hefur fram.

"Ég hef séð nokkra leiki undanfarið sem fengu mig til að hugsa hvort ég væri yfir höfuð að fylgjast með fótbolta. Þetta verður vandamál fyrir landsliðið á næstu árum ef menn fara ekki að gera eitthvað í málinu. Staðan á yngri kynslóðinni hefur aldrei verið svona slæm og þó enska landsliðið í dag sé mjög gott, er ansi fátt um fína drætti þegar við skoðum þá yngri," sagði Redknapp í samtali við Times.

"Krakkarnir eru ekki að spila fótbolta úti á götu og ég sé ekki mikið af hæfileikaríku ungu fólki - ég sé engar Joe Cole eða Frank Lampard týpur þarna úti. Vandamálið í dag virðist vera að ef ungir menn verða sér út um samning - þá haldi þeir að þeir séu búnir að slá í gegn. Þessir ungu menn þurfa að æfa miklu meira líkt og menn eins og Lampard gerðu. Hann var alltaf að æfa sig, staðráðinn í að verða betri," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×