Enski boltinn

Ferguson: Ekki afskrifa Chelsea

Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að menn megi ekki afskrifa Chelsea í baráttunni um enska meistaratitilinn - sem standi milli þriggja liða um þessar mundir.

Chelsea er níu stigum á eftir toppliði Arsenal og sex á eftir United, en liðið á leik til góða og á þar að auki eftir heimaleiki gegn toppliðunum tveimur.

"Forysta Chelsea á Arsenal er ekki óyfirstíganleg þar sem liðin geta enn tapað einhverjum stigum. Sú staðreynd að Chelsea eigi eftir heimaleiki gegn bæði okkur og Arsenal gæti gefið það til kynna að liðið ætti enn góða möguleika í baráttunni um sigur í deildinni," sagði Ferguson.

Hann telur þó að það myndi reynast Chelsea dýrmætara að vinna sigur í Meistaradeildinni en í úrvalsdeildinni. "Ég held að það sé þeirra æðsta takmark," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×