Enski boltinn

Sjálfstraustið er ekki mikið

Nordic Photos / Getty Images

Michael Owen segir að sjálfstraust leikmanna í herbúðum Newcastle sé ekki sérlega gott um þessar mundir eftir að slæmt gengi liðsins hefur dregið það nær fallbaráttunni.

"Sjálfstraustið er ekki sérlega gott núna og menn eru taugaóstyrkir. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda fyrr en seinna. Ég held að menn fari á flug um leið og þeir ná í sigur," sagði Owen.

Newcastle hefur ekki unnið leik undir stjórn Kevin Keegan, en Owen segir leikmenn ekki farna að örvænta þó illa gangi. "Við eigum mikið af leikjum eftir og erum ekki enn dottnir niður á fallsvæðið," sagði Owen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×