Innlent

Annþór hoppaði niður af annarri hæð og strauk

„Hann braut öryggisgler í glugga á ganginum og hoppaði niður af annarri hæð," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um flótta handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar. Annþór átti að koma fyrir dómara seinna í dag þar sem gæsluvarðhald yfir honum rennur út í dag.

Geir Jón segir að Annþór hafi strokið um fimm leytið í morgun en klefi hans var opinn í nótt.

„Hann fann eitthvað band sem hefur hjálpað honum áleiðis en síðan hefur hann bara stokkið niður, þetta er talsverð hæð," segir Geir Jón en fangageymslur lögreglunnar eru á annarri hæð lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu.

Lögreglan hefur nú lýst eftir Annþóri sem er 186 sm á hæð og var klæddur í hvítan bol, bláar gallabuxur og er talinn vera í íþróttaskóm.

Hann er þrekvaxinn og með ljóst hár. Annþór er talinn hættulegur.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 800-1000 eða 420-1800.

Annþór var í gæsluvarðhaldi í tengslum við hið svokallaða hraðsendingarsmyglmál.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.