Undanúrslit Afríkueppninnar í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2008 14:19 Samuel Eto'o, leikmaður Kamerún, er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk til þessa. Nordic Photos / AFP Í dag fara fram undanúrslitaviðureignirnar í Afríkueppninni en leikirnir verða í beinni útsendingu á Eurosport. Heimamenn í Gana mæta Kamerún klukkan 17.00 og kl. 20.30 mætast Afríkumeistarar Egyptalands liði Fílabeinsstrandarinnar. Egyptaland og Fílabeinsströndin mættust í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum þegar hún var haldin í Egyptlandi. Þá þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Michael Essien verður fyrirliði Gana í fjarveru John Mensah sem missir af leiknum í dag þar sem hann mun taka út leikbann. Þetta hefur einnig mikil áhrif á varnarleik liðsins en í sókn Kamerún er hinn stórhættulegi Samuel Eto'o. Claude Le Roy, þjálfari Gana, hefur gefið í skyn að hann kunni að nota Essien í stöðu miðvarðar til að hafa hemil á Eto'o. Essien hefur hins vegar spilað á miðjunni til þess og skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum. Þá er sóknarmaðurinn Asamoah Gyan tæpur vegna meiðsla og er því ljóst að það verður á brattann að sækja hjá heimamönnum. Kamerúnar voru afskrifaðir á mótinu eftir að þeir töpuðu 4-2 fyrir Egyptum í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Síðan þá hafa þeir skorað ellefu mörk í þremur leikjum en liðið vann Túnis í framlengdum leik í fjórðungsúrslitum. Bæði lið hafa fjórum sinnum unnið þessa keppni en Egyptar hafa oftast unnið, fimm sinnum. Egyptar þurfa þó að leggja sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar af velli til þess að eiga möguleika á þeim sjötta. Síðarnefnda liðið hefur vitanlega ekki gleymt úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vilja sjálfsagt hefna þeirra úrslita. Búist er við því að Kolo Toure verði klár í slaginn en hann missti af leik Fílabeinsstrandarinnar í fjórðungsúrslitum er liðið vann sigur á Gíneu, 5-0. Egyptar eru enn taplausir á mótinu en þeir unnu nauman sigur á Angóla í fjórðungsúrslitum, 2-1. Það er þó áhyggjuefni fyrir þá að sóknarmaðurinn Mohamed Zidan er tæpur vegna meiðsla en hann skoraði tvívegis í sigri þeirra á Kamerún. Fílabeinsströndin hefur unnið alla sína leiki á mótinu en deilan í kringum Didier Drogba og kjör knattspyrnumanns ársins í Afríku kann að hafa ófyrirséð áhrif á liðið í dag. Starfsmenn og leikmenn liðsins neituðu að tjá sig við fjölmiðla á þriðjudaginn. Fótbolti Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Í dag fara fram undanúrslitaviðureignirnar í Afríkueppninni en leikirnir verða í beinni útsendingu á Eurosport. Heimamenn í Gana mæta Kamerún klukkan 17.00 og kl. 20.30 mætast Afríkumeistarar Egyptalands liði Fílabeinsstrandarinnar. Egyptaland og Fílabeinsströndin mættust í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum þegar hún var haldin í Egyptlandi. Þá þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Michael Essien verður fyrirliði Gana í fjarveru John Mensah sem missir af leiknum í dag þar sem hann mun taka út leikbann. Þetta hefur einnig mikil áhrif á varnarleik liðsins en í sókn Kamerún er hinn stórhættulegi Samuel Eto'o. Claude Le Roy, þjálfari Gana, hefur gefið í skyn að hann kunni að nota Essien í stöðu miðvarðar til að hafa hemil á Eto'o. Essien hefur hins vegar spilað á miðjunni til þess og skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum. Þá er sóknarmaðurinn Asamoah Gyan tæpur vegna meiðsla og er því ljóst að það verður á brattann að sækja hjá heimamönnum. Kamerúnar voru afskrifaðir á mótinu eftir að þeir töpuðu 4-2 fyrir Egyptum í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Síðan þá hafa þeir skorað ellefu mörk í þremur leikjum en liðið vann Túnis í framlengdum leik í fjórðungsúrslitum. Bæði lið hafa fjórum sinnum unnið þessa keppni en Egyptar hafa oftast unnið, fimm sinnum. Egyptar þurfa þó að leggja sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar af velli til þess að eiga möguleika á þeim sjötta. Síðarnefnda liðið hefur vitanlega ekki gleymt úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vilja sjálfsagt hefna þeirra úrslita. Búist er við því að Kolo Toure verði klár í slaginn en hann missti af leik Fílabeinsstrandarinnar í fjórðungsúrslitum er liðið vann sigur á Gíneu, 5-0. Egyptar eru enn taplausir á mótinu en þeir unnu nauman sigur á Angóla í fjórðungsúrslitum, 2-1. Það er þó áhyggjuefni fyrir þá að sóknarmaðurinn Mohamed Zidan er tæpur vegna meiðsla en hann skoraði tvívegis í sigri þeirra á Kamerún. Fílabeinsströndin hefur unnið alla sína leiki á mótinu en deilan í kringum Didier Drogba og kjör knattspyrnumanns ársins í Afríku kann að hafa ófyrirséð áhrif á liðið í dag. Starfsmenn og leikmenn liðsins neituðu að tjá sig við fjölmiðla á þriðjudaginn.
Fótbolti Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira