Undanúrslit Afríkueppninnar í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2008 14:19 Samuel Eto'o, leikmaður Kamerún, er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk til þessa. Nordic Photos / AFP Í dag fara fram undanúrslitaviðureignirnar í Afríkueppninni en leikirnir verða í beinni útsendingu á Eurosport. Heimamenn í Gana mæta Kamerún klukkan 17.00 og kl. 20.30 mætast Afríkumeistarar Egyptalands liði Fílabeinsstrandarinnar. Egyptaland og Fílabeinsströndin mættust í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum þegar hún var haldin í Egyptlandi. Þá þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Michael Essien verður fyrirliði Gana í fjarveru John Mensah sem missir af leiknum í dag þar sem hann mun taka út leikbann. Þetta hefur einnig mikil áhrif á varnarleik liðsins en í sókn Kamerún er hinn stórhættulegi Samuel Eto'o. Claude Le Roy, þjálfari Gana, hefur gefið í skyn að hann kunni að nota Essien í stöðu miðvarðar til að hafa hemil á Eto'o. Essien hefur hins vegar spilað á miðjunni til þess og skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum. Þá er sóknarmaðurinn Asamoah Gyan tæpur vegna meiðsla og er því ljóst að það verður á brattann að sækja hjá heimamönnum. Kamerúnar voru afskrifaðir á mótinu eftir að þeir töpuðu 4-2 fyrir Egyptum í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Síðan þá hafa þeir skorað ellefu mörk í þremur leikjum en liðið vann Túnis í framlengdum leik í fjórðungsúrslitum. Bæði lið hafa fjórum sinnum unnið þessa keppni en Egyptar hafa oftast unnið, fimm sinnum. Egyptar þurfa þó að leggja sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar af velli til þess að eiga möguleika á þeim sjötta. Síðarnefnda liðið hefur vitanlega ekki gleymt úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vilja sjálfsagt hefna þeirra úrslita. Búist er við því að Kolo Toure verði klár í slaginn en hann missti af leik Fílabeinsstrandarinnar í fjórðungsúrslitum er liðið vann sigur á Gíneu, 5-0. Egyptar eru enn taplausir á mótinu en þeir unnu nauman sigur á Angóla í fjórðungsúrslitum, 2-1. Það er þó áhyggjuefni fyrir þá að sóknarmaðurinn Mohamed Zidan er tæpur vegna meiðsla en hann skoraði tvívegis í sigri þeirra á Kamerún. Fílabeinsströndin hefur unnið alla sína leiki á mótinu en deilan í kringum Didier Drogba og kjör knattspyrnumanns ársins í Afríku kann að hafa ófyrirséð áhrif á liðið í dag. Starfsmenn og leikmenn liðsins neituðu að tjá sig við fjölmiðla á þriðjudaginn. Fótbolti Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Í dag fara fram undanúrslitaviðureignirnar í Afríkueppninni en leikirnir verða í beinni útsendingu á Eurosport. Heimamenn í Gana mæta Kamerún klukkan 17.00 og kl. 20.30 mætast Afríkumeistarar Egyptalands liði Fílabeinsstrandarinnar. Egyptaland og Fílabeinsströndin mættust í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum þegar hún var haldin í Egyptlandi. Þá þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Michael Essien verður fyrirliði Gana í fjarveru John Mensah sem missir af leiknum í dag þar sem hann mun taka út leikbann. Þetta hefur einnig mikil áhrif á varnarleik liðsins en í sókn Kamerún er hinn stórhættulegi Samuel Eto'o. Claude Le Roy, þjálfari Gana, hefur gefið í skyn að hann kunni að nota Essien í stöðu miðvarðar til að hafa hemil á Eto'o. Essien hefur hins vegar spilað á miðjunni til þess og skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum. Þá er sóknarmaðurinn Asamoah Gyan tæpur vegna meiðsla og er því ljóst að það verður á brattann að sækja hjá heimamönnum. Kamerúnar voru afskrifaðir á mótinu eftir að þeir töpuðu 4-2 fyrir Egyptum í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Síðan þá hafa þeir skorað ellefu mörk í þremur leikjum en liðið vann Túnis í framlengdum leik í fjórðungsúrslitum. Bæði lið hafa fjórum sinnum unnið þessa keppni en Egyptar hafa oftast unnið, fimm sinnum. Egyptar þurfa þó að leggja sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar af velli til þess að eiga möguleika á þeim sjötta. Síðarnefnda liðið hefur vitanlega ekki gleymt úrslitaleiknum fyrir tveimur árum og vilja sjálfsagt hefna þeirra úrslita. Búist er við því að Kolo Toure verði klár í slaginn en hann missti af leik Fílabeinsstrandarinnar í fjórðungsúrslitum er liðið vann sigur á Gíneu, 5-0. Egyptar eru enn taplausir á mótinu en þeir unnu nauman sigur á Angóla í fjórðungsúrslitum, 2-1. Það er þó áhyggjuefni fyrir þá að sóknarmaðurinn Mohamed Zidan er tæpur vegna meiðsla en hann skoraði tvívegis í sigri þeirra á Kamerún. Fílabeinsströndin hefur unnið alla sína leiki á mótinu en deilan í kringum Didier Drogba og kjör knattspyrnumanns ársins í Afríku kann að hafa ófyrirséð áhrif á liðið í dag. Starfsmenn og leikmenn liðsins neituðu að tjá sig við fjölmiðla á þriðjudaginn.
Fótbolti Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira