Fótbolti

Auðvelt hjá Fílabeinsströndinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba fagnar marki sínu í gær.
Didier Drogba fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / Getty Images

Fílabeinsströndin komst í gærkvöldi í undanúrslit Afríkukeppninnar eftir að hafa unnið 5-0 sigur á Gíneu.

Kader Keita kom Fílabeinsströndinni yfir í fyrri hálfleik leiksins en síðustu fjögur mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins. Salomon Kalou skoraði tvö þeirra, Didier Drogba og Bakary Kone eitt hver.

Gínea hefur á ungu liði að skipa auk þess sem að fyrirliði liðsins, Pascal Feindounu, tók út leikbann og varnarmaðurinn Bobo Balde var meiddur.

Fyrr í gær komust heimamenn í Gana áfram í undanúrslit eftir 2-1 sigur á Nígeríu.

Í dag fara fram síðari tveir leikirnir í fjórðungsúrslitunum. Túnis mætir Kamerún og mætir sigurvegari leiksins liði Gana í undanúrslitum.

Þá mætast einnig Egyptaland og Angóla en sigurvegari þess leiks mætir Fílabeinsströndinni í undanúrslitum keppninnar sem fara fram á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×