Fótbolti

Kanoute kjörinn knattspyrnumaður ársins í Afríku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kanoute í leik með Malí á Afríkumótinu í síðasta mánuði.
Kanoute í leik með Malí á Afríkumótinu í síðasta mánuði. Nordic Photos / AFP

Frederic Kanoute var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku og kom kjörið nokkuð á óvart.

Búist var við að annað hvort Didier Drogba eða Michael Essien, sem báðir leika með Chelsea, myndi verða valinn.

Kanoute er þar með fyrsti leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin sem ekki fæddist í Afríku. Kanoute ólst upp í Frakklandi en ákvað frekar að spila með landsliði Malí, þaðan sem faðir hans kom, heldur en franska landsliðinu.

Kanoute leikur með Sevilla á Spáni sem varð Evrópumeistari félagsliða á síðasta ári sem og spænskur bikarmeistari.

Það eru landsliðsþjálfarar þeirra 53 meðlima Knattspyrnusambands Afríku sem hafa atkvæðisrétt í kjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×