Fótbolti

Bjarni ekki í leikmannahópi Twente

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson.
Bjarni Þór Viðarsson. Nordic Photos / Getty Images

Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Twente sem tapaði í kvöld fyrir NAC Breda á útivelli, 1-0.

Patrick Zwaanswijk skoraði sigurmark leiksins á 22. mínútu.

Bjarni gekk formlega til liðs við Twente frá Everton nú fyrr í vikunni en bróðir hans, Arnar Þór, er einnig samningsbundinn félaginu. Hann var hins vegar lánaður til De Graafschap nú í sumar.

Með sigrinum í kvöld komst NAC upp fyrir Twente í deildinni en NAC er í sjötta sæti með 38 stig. Twente er í því sjöunda með 36 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×