Enski boltinn

Ramos segir sína menn fullkomna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juande Ramos, stjóri Tottenham.
Juande Ramos, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Juande Ramos, stjóri Tottenham, var hæstánægður með sína menn eftir 5-1 sigur á Arsenal í gær en þetta var fyrsti sigur Tottenham á erkifjendum sínum síðan í nóvember 1999.

„Liðið allt verður að spila vel til að vinna lið eins og Arsenal," sagði Ramos. „Við gerðum engin mistök og vorum fullkmonir á öllum sviðum."

Ramos tók við starfi Martin Jol í október síðastliðnum og hefur nú stýrt Tottenham í úrslitaleik á sínu fyrsta tímabili.

„Ég er afskaplega ánægður með að stuðningsmennirnir eru ánægðir með liðið og mín störf. En það voru fyrst og fremst leikmennirnir sjálfir sem sköpuðu þennan sigur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×