Enski boltinn

Stimpingar Adebayor og Bendtner rannsakaðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bendtner sýnir Gallas hvað Adebayor gerði.
Bendtner sýnir Gallas hvað Adebayor gerði. Nordic Photos / Getty Images

Arsenal og jafnvel enska knattspyrnusambandið mun nú rannsaka hvað átti sér stað á milli Emmanuel Adebayor og Nicklas Bendtner í leik Arsenal og Tottenham í gær.

Þegar sjö mínútur voru til leiksloka lenti þeim saman með þeim afleiðingum að Bendtner virtist fá skurð á nefið.

William Gallas, fyrirliði Arsenal, og dómari leiksins, Howard Webb, þurftu að skipta sér af þeim.

Tottenham vann leikinn, 5-1, en Adebayor kom inn á sem varamaður í stöðunni 4-0. Hann skoraði svo eina mark Arsenal í leiknum skömmu síðar.

Þetta var fyrsti sigur Tottenham á Arsenal í níu ár.

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist," sagði Gallas. „Þeir vita vel að þeir gerðu mistök og þurfa nú að útskýra fyrir stjóranum af hverju."

Arsene Wenger sagðist þó ekkert vita um málið eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×