Fótbolti

Egyptar unnu Kamerúna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mohamed Zidan, leikmaður þýska liðsins Hamborg, skoraði tvö fyrir Egyptaland.
Mohamed Zidan, leikmaður þýska liðsins Hamborg, skoraði tvö fyrir Egyptaland.

Keppni í C-riðli Afríkukeppninnar hófst í dag þegar Egyptaland vann Kamerún 4-2. Frábær fyrri hálfleikur skóp þennan sigur Egypta en þeir voru þremur mörkum yfir í leikhléi.

Mohamed Zidan og Hosni Abd Rabou skoruðu tvö mörk hvor fyrir Egyptaland en Samuel Eto'o, sóknarmaður Barcelona, skoraði bæði mörk Kamerún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×