Enski boltinn

Gerrard: Óróinn utan vallar hefur áhrif á okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var daufur í dálkinn eftir leik liðsins gegn Aston Villa í kvöld. Hann segir að óróleikinn hjá félaginu utan vallar hafi haft slæm áhrif inn á völlinn.

„Þetta er einfaldlega ekki nægilega gott. Við munum halda áfram, þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið," sagði Gerrard en leikurinn gegn Villa endaði með jafntefli 2-2.

„Það hefur verið mikil umræða í gangi um eigendur félagsins og framtíð Benítez. Þetta hefur verið í gangi í nokkurn tíma og er klárlega ekki að hjálpa leikmönnum. Ég verð að passa mig á því hvað ég segi en þetta er ekki að gera liðinu gott."

„Við vitum að sama hvað er í gangi utan vallar þá verðum við að vinna okkar vinnu á vellinum. En það er stundum virkilega erfitt," sagði Gerrard.

Þegar Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var spurður út í hans framtíð eftir leikinn í kvöld var svar hans: „Ég hugsa ekkert út í það. Ég held bara áfram að undirbúa liðið fyrir leiki," sagði Benítez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×