Enski boltinn

Fulham með veskið opið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roy Hodgson, stjóri Fulham.
Roy Hodgson, stjóri Fulham.

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, hefur í nægu að snúast um þessar mundir. Hann vinnur nú hratt að því að styrkja liðið í félagaskiptaglugganum sem verður opinn til mánaðarmóta.

Norski sóknarmaðurinn Erik Nevland er líklega á leið til félagsins frá Gröningen í Hollandi. Nevland er þrítugur og var á sínum tíma á mála hjá Manchester United. Hann hefur skorað 43 mörk í 92 byrjunarliðsleikjum hjá Gröningen.

Suður-Kóreski landsliðsmaðurinn Cho Jae Jin hefur æft með Fulham síðustu viku og staðið sig vel. Jin hefur slegið í gegn í deildarkeppninni í Japan og verið orðaður við Ajax, Portsmouth og fleiri lið.

Þá hefur Sky fréttastofan heimildir fyrir því að Fulham hafi gert tilboð í sóknarmanninn Daniel Cousin sem er hjá skoska liðinu Glasgow Rangers. Cousin hefur sjálfur lýst því yfir að hugur hans leitar í ensku úrvalsdeildina.

Í síðustu viku keypti Fulham norska varnarmanninn Brede Hangeland frá FC Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×