Enski boltinn

Hibbert og Osman framlengja við Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leon Osman fagnar marki með Andy Johnson, til hægri.
Leon Osman fagnar marki með Andy Johnson, til hægri. Nordic Photos / Getty Images

Tony Hibbert og Leon Osman hafa báðir framlengt samninga sína við enska úrvalsdeildarliðið Everton þar sem þeir eru uppaldir.

Þrátt fyrir að þeir séu einungis 26 ára gamlir eru þeir leikmenn í aðalliði Everton sem hafa verið lengst hjá félaginu. Þeir skrifuðu báðir undir samninga sem gilda til loka tímabilsins 2012.

Báðir lýstu yfir ánægju sinni með samningana enda segjast þeir hvergi annars staðar vilja vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×