Enski boltinn

Eriksson vill Hart í enska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Hart, markvörður Manchester City.
Joe Hart, markvörður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Sven-Göran Eriksson hefur bent Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins að Joe Hart gæti verið lausnin á markvarðavandræðum enska landsliðsins.

Það var Hart að þakka að Manchester City náði stigi gegn West Ham á heimavelli í gær. Eriksson sagði að þess væri ekki lengi að bíða að Hart myndi láta til sín taka í landsliðinu.

„Framtíð Joe er mjög björt," sagði Eriksson. „Hann er frábær alhliða markvörður. Hann les fyrirgjafir vel, er með gott viðbragð og mjög hugrakkur. Það eina sem hann skortir er reynsla. Ég veit fyrir víst að hann mun verja mark enska landsliðsins í framtíðinni. Hvort sá tími kemur nú veit ég ekki, Fabio Capello verður að ákveða það."

Eriksson valdi Hart fram yfir Andreas Isaksson, landa sinn og margreyndan landsliðsmarkvörð, þegar kom að því að velja aðalmarkvörð Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×