Ástþór vill fá Þórunni dæmda til refsivistar 15. janúar 2008 09:32 Ástþór Magnússon. Ástþór Magnússon, fyrrverandi og mögulega verðandi forsetaframbjóðandi, hefur kært Þórunni Guðmundsdóttur hæstaréttarlögmann og fyrrverandi oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík, fyrir ummæli sín á Vísi og í fréttum Stöðvar 2. Þórunn sagði þá að það væri misnotkun á lýðræðinu ef Ástþór byði sig á ný fram til embættis forseta Íslands. Ástþór vekur athygli á kærunni með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. „Krafist er að Þórunn verði dæmd í samræmi við almenn hegningarlög til fjögurra ára refsivistar vegna tilburða, sem hún hefur uppi til að hafa áhrif á kjósendur í forsetakosningum með vísvitandi refsiverðri meingerð gegn persónu og heiðri Ástþórs Magnússonar, forsetaframbjóðanda, með því að koma fram í fréttum Stöðvar2 í byrjun þessa mánaðar með þá ærumeiðandi, móðgandi og refsiverðu yfirlýsingu, að það væri misnotkun á lýðræðinu, ef Ástþór Magnússon byði sig aftur fram til Forseta og í viðtali sem birtist á visir.is þann 4 janúar s.l. endurtekur Þórunn ummæli sín og bætur um betur og segir framboð Ástþórs nauðgun á lýðræðinu í landinu." „Vísað er í fréttinni til bréfs, sem Þórunn segist hafa sent dómsmálaráðherra um kosningarnar 2004, þar sem hún lætur í veðri vaka, að fólk hafi verið blekkt til að skrifa á meðmælalista í þágu framboðs Ástþórs. Hér er um mjög alvarlegan áburð að ræða, sem settur er fram í opinbera umræðu í gegnum fjölmiðla í eigu stuðningsmanna sitjandi forseta í byrjun kostningaárs. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því, að hvorki ég né mínir stuðningsmenn hafa fengið upplýsingar um þetta bréf eða efni þess hvorki árið 2004 né síðar," segir meðal annars í yfirlýsingu Ástþórs. „Brot Þórunnar varða við almenn hegningarlög, kosningalöggjöf og reglur Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um frjálsar og sanngjarnar kosningar í lýðræðisríki," segir í yfirlýsingunni. „Þá er vísað til 102.gr. hegningarlaga: Hver sem leitast við að aftra því að fram fari kjör forseta skal sæta fangelsi allt að 4 árum, 103.gr . hegningarlaga: leitast við með misbeitingu aðstöðu yfirboðara að fá mann til þess að greiða atkvæði á ákveðinn hátt eða til þess að greiða ekki atkvæði, 139.gr. hegningarlaga um misnotkun opinbers starfsmanns á aðstöðu sinni öðrum til ávinnings eða aðgerða sem halla að réttindum einstakra manna." Ástþór segir að „framganga og framangreindar meingjörðir Þórunnar við upphaf kosningaárs velta upp þeim spurningum, hvort forsetakosningarnar árið 2004, sem voru undir hennar stjórn í Reykjavíkurkjördæmi Norður, hafi farið fram samkvæmt lögum og reglum. Eða hvort þar hafi verið höfð uppi ólögmæt mismunum í þágu sitjandi forseta. Ljóst er að ýmis mismunun átti sér stað við þær kosningar og sem var m.a. tilefni kæru árið 2004 til Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Forsetaframbjóðandi bað af þeim sökum um eftirlit með kosningunum, en Dómsmálaráðuneytið neitaði eftirlitsstofun ÖSE um leyfi til að senda fulltrúa sína hingað til lands." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Ástþór Magnússon, fyrrverandi og mögulega verðandi forsetaframbjóðandi, hefur kært Þórunni Guðmundsdóttur hæstaréttarlögmann og fyrrverandi oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík, fyrir ummæli sín á Vísi og í fréttum Stöðvar 2. Þórunn sagði þá að það væri misnotkun á lýðræðinu ef Ástþór byði sig á ný fram til embættis forseta Íslands. Ástþór vekur athygli á kærunni með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. „Krafist er að Þórunn verði dæmd í samræmi við almenn hegningarlög til fjögurra ára refsivistar vegna tilburða, sem hún hefur uppi til að hafa áhrif á kjósendur í forsetakosningum með vísvitandi refsiverðri meingerð gegn persónu og heiðri Ástþórs Magnússonar, forsetaframbjóðanda, með því að koma fram í fréttum Stöðvar2 í byrjun þessa mánaðar með þá ærumeiðandi, móðgandi og refsiverðu yfirlýsingu, að það væri misnotkun á lýðræðinu, ef Ástþór Magnússon byði sig aftur fram til Forseta og í viðtali sem birtist á visir.is þann 4 janúar s.l. endurtekur Þórunn ummæli sín og bætur um betur og segir framboð Ástþórs nauðgun á lýðræðinu í landinu." „Vísað er í fréttinni til bréfs, sem Þórunn segist hafa sent dómsmálaráðherra um kosningarnar 2004, þar sem hún lætur í veðri vaka, að fólk hafi verið blekkt til að skrifa á meðmælalista í þágu framboðs Ástþórs. Hér er um mjög alvarlegan áburð að ræða, sem settur er fram í opinbera umræðu í gegnum fjölmiðla í eigu stuðningsmanna sitjandi forseta í byrjun kostningaárs. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því, að hvorki ég né mínir stuðningsmenn hafa fengið upplýsingar um þetta bréf eða efni þess hvorki árið 2004 né síðar," segir meðal annars í yfirlýsingu Ástþórs. „Brot Þórunnar varða við almenn hegningarlög, kosningalöggjöf og reglur Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um frjálsar og sanngjarnar kosningar í lýðræðisríki," segir í yfirlýsingunni. „Þá er vísað til 102.gr. hegningarlaga: Hver sem leitast við að aftra því að fram fari kjör forseta skal sæta fangelsi allt að 4 árum, 103.gr . hegningarlaga: leitast við með misbeitingu aðstöðu yfirboðara að fá mann til þess að greiða atkvæði á ákveðinn hátt eða til þess að greiða ekki atkvæði, 139.gr. hegningarlaga um misnotkun opinbers starfsmanns á aðstöðu sinni öðrum til ávinnings eða aðgerða sem halla að réttindum einstakra manna." Ástþór segir að „framganga og framangreindar meingjörðir Þórunnar við upphaf kosningaárs velta upp þeim spurningum, hvort forsetakosningarnar árið 2004, sem voru undir hennar stjórn í Reykjavíkurkjördæmi Norður, hafi farið fram samkvæmt lögum og reglum. Eða hvort þar hafi verið höfð uppi ólögmæt mismunum í þágu sitjandi forseta. Ljóst er að ýmis mismunun átti sér stað við þær kosningar og sem var m.a. tilefni kæru árið 2004 til Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Forsetaframbjóðandi bað af þeim sökum um eftirlit með kosningunum, en Dómsmálaráðuneytið neitaði eftirlitsstofun ÖSE um leyfi til að senda fulltrúa sína hingað til lands." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira