Ástþór vill fá Þórunni dæmda til refsivistar 15. janúar 2008 09:32 Ástþór Magnússon. Ástþór Magnússon, fyrrverandi og mögulega verðandi forsetaframbjóðandi, hefur kært Þórunni Guðmundsdóttur hæstaréttarlögmann og fyrrverandi oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík, fyrir ummæli sín á Vísi og í fréttum Stöðvar 2. Þórunn sagði þá að það væri misnotkun á lýðræðinu ef Ástþór byði sig á ný fram til embættis forseta Íslands. Ástþór vekur athygli á kærunni með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. „Krafist er að Þórunn verði dæmd í samræmi við almenn hegningarlög til fjögurra ára refsivistar vegna tilburða, sem hún hefur uppi til að hafa áhrif á kjósendur í forsetakosningum með vísvitandi refsiverðri meingerð gegn persónu og heiðri Ástþórs Magnússonar, forsetaframbjóðanda, með því að koma fram í fréttum Stöðvar2 í byrjun þessa mánaðar með þá ærumeiðandi, móðgandi og refsiverðu yfirlýsingu, að það væri misnotkun á lýðræðinu, ef Ástþór Magnússon byði sig aftur fram til Forseta og í viðtali sem birtist á visir.is þann 4 janúar s.l. endurtekur Þórunn ummæli sín og bætur um betur og segir framboð Ástþórs nauðgun á lýðræðinu í landinu." „Vísað er í fréttinni til bréfs, sem Þórunn segist hafa sent dómsmálaráðherra um kosningarnar 2004, þar sem hún lætur í veðri vaka, að fólk hafi verið blekkt til að skrifa á meðmælalista í þágu framboðs Ástþórs. Hér er um mjög alvarlegan áburð að ræða, sem settur er fram í opinbera umræðu í gegnum fjölmiðla í eigu stuðningsmanna sitjandi forseta í byrjun kostningaárs. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því, að hvorki ég né mínir stuðningsmenn hafa fengið upplýsingar um þetta bréf eða efni þess hvorki árið 2004 né síðar," segir meðal annars í yfirlýsingu Ástþórs. „Brot Þórunnar varða við almenn hegningarlög, kosningalöggjöf og reglur Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um frjálsar og sanngjarnar kosningar í lýðræðisríki," segir í yfirlýsingunni. „Þá er vísað til 102.gr. hegningarlaga: Hver sem leitast við að aftra því að fram fari kjör forseta skal sæta fangelsi allt að 4 árum, 103.gr . hegningarlaga: leitast við með misbeitingu aðstöðu yfirboðara að fá mann til þess að greiða atkvæði á ákveðinn hátt eða til þess að greiða ekki atkvæði, 139.gr. hegningarlaga um misnotkun opinbers starfsmanns á aðstöðu sinni öðrum til ávinnings eða aðgerða sem halla að réttindum einstakra manna." Ástþór segir að „framganga og framangreindar meingjörðir Þórunnar við upphaf kosningaárs velta upp þeim spurningum, hvort forsetakosningarnar árið 2004, sem voru undir hennar stjórn í Reykjavíkurkjördæmi Norður, hafi farið fram samkvæmt lögum og reglum. Eða hvort þar hafi verið höfð uppi ólögmæt mismunum í þágu sitjandi forseta. Ljóst er að ýmis mismunun átti sér stað við þær kosningar og sem var m.a. tilefni kæru árið 2004 til Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Forsetaframbjóðandi bað af þeim sökum um eftirlit með kosningunum, en Dómsmálaráðuneytið neitaði eftirlitsstofun ÖSE um leyfi til að senda fulltrúa sína hingað til lands." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ástþór Magnússon, fyrrverandi og mögulega verðandi forsetaframbjóðandi, hefur kært Þórunni Guðmundsdóttur hæstaréttarlögmann og fyrrverandi oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavík, fyrir ummæli sín á Vísi og í fréttum Stöðvar 2. Þórunn sagði þá að það væri misnotkun á lýðræðinu ef Ástþór byði sig á ný fram til embættis forseta Íslands. Ástþór vekur athygli á kærunni með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. „Krafist er að Þórunn verði dæmd í samræmi við almenn hegningarlög til fjögurra ára refsivistar vegna tilburða, sem hún hefur uppi til að hafa áhrif á kjósendur í forsetakosningum með vísvitandi refsiverðri meingerð gegn persónu og heiðri Ástþórs Magnússonar, forsetaframbjóðanda, með því að koma fram í fréttum Stöðvar2 í byrjun þessa mánaðar með þá ærumeiðandi, móðgandi og refsiverðu yfirlýsingu, að það væri misnotkun á lýðræðinu, ef Ástþór Magnússon byði sig aftur fram til Forseta og í viðtali sem birtist á visir.is þann 4 janúar s.l. endurtekur Þórunn ummæli sín og bætur um betur og segir framboð Ástþórs nauðgun á lýðræðinu í landinu." „Vísað er í fréttinni til bréfs, sem Þórunn segist hafa sent dómsmálaráðherra um kosningarnar 2004, þar sem hún lætur í veðri vaka, að fólk hafi verið blekkt til að skrifa á meðmælalista í þágu framboðs Ástþórs. Hér er um mjög alvarlegan áburð að ræða, sem settur er fram í opinbera umræðu í gegnum fjölmiðla í eigu stuðningsmanna sitjandi forseta í byrjun kostningaárs. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því, að hvorki ég né mínir stuðningsmenn hafa fengið upplýsingar um þetta bréf eða efni þess hvorki árið 2004 né síðar," segir meðal annars í yfirlýsingu Ástþórs. „Brot Þórunnar varða við almenn hegningarlög, kosningalöggjöf og reglur Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um frjálsar og sanngjarnar kosningar í lýðræðisríki," segir í yfirlýsingunni. „Þá er vísað til 102.gr. hegningarlaga: Hver sem leitast við að aftra því að fram fari kjör forseta skal sæta fangelsi allt að 4 árum, 103.gr . hegningarlaga: leitast við með misbeitingu aðstöðu yfirboðara að fá mann til þess að greiða atkvæði á ákveðinn hátt eða til þess að greiða ekki atkvæði, 139.gr. hegningarlaga um misnotkun opinbers starfsmanns á aðstöðu sinni öðrum til ávinnings eða aðgerða sem halla að réttindum einstakra manna." Ástþór segir að „framganga og framangreindar meingjörðir Þórunnar við upphaf kosningaárs velta upp þeim spurningum, hvort forsetakosningarnar árið 2004, sem voru undir hennar stjórn í Reykjavíkurkjördæmi Norður, hafi farið fram samkvæmt lögum og reglum. Eða hvort þar hafi verið höfð uppi ólögmæt mismunum í þágu sitjandi forseta. Ljóst er að ýmis mismunun átti sér stað við þær kosningar og sem var m.a. tilefni kæru árið 2004 til Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Forsetaframbjóðandi bað af þeim sökum um eftirlit með kosningunum, en Dómsmálaráðuneytið neitaði eftirlitsstofun ÖSE um leyfi til að senda fulltrúa sína hingað til lands." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira