Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur Breki Logason skrifar 10. janúar 2008 14:55 „Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu. „Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu. „Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt." Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006. „Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík. Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um. „Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það." Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
„Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu. „Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu. „Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt." Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006. „Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík. Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um. „Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það." Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira