Erlent

Forsætisráðherra Dana gagnrýndur fyrir ferðagleði

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sætir nú vaxandi gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir að vera stöðugt á ferðalögum erlendis og sinna ekki skyldum sínum nægilega vel heima fyrir

Og það er ekki aðeins stjórnarandstaðan sem gagnrýnir Anders Fogh fyrir ferðagleðina heldur hefur Pia Kjærsgaard formaður Danska þjóðarflokksins sem styður stjórnina hvatt Andes Fogh til að vera meira heima í Danmörku.

Þessi ferðagleði forsætisráðherrans danska hefur ýtt undir vangaveltur þess efnis að hann sé að sækjast eftir toppstöðu á alþjóðavettvangi. Raunar hefur það komið fram í dönskum blöðum að hann sé á höttunum eftir stöðu framkvæmdastjóra Evrópubandalagsins og raunar er hann talinn eiga góða möguleika á að hljóta hana.

Pia Kjærsgaard nefnir þetta í samtali við ritzau-fréttastofuna en segir að forsætisráðherrann eigi samt að einbeita sér meir að starfi sínu heimafyrir og láta af þessum eilífu ferðalögum.

Pia segir að frá áramótum hafi Anders Fogh eytt meiri tíma í útlöndum og heima í Danmörku og að hún vilji að hann láti af þessum ferðalögum. Aðspurð um atvinnuleit forsætisráðherrans segir Pia að það sé nokkuð sem hann eigi sjálfur að gera grein fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×