Enski boltinn

Portsmouth búið að samþykkja tilboð Real í Diarra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lassana Diarra er á leið til Real Madrid.
Lassana Diarra er á leið til Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Portsmouth hefur samþykkt kauptilboð Real Madrid í Lassana Diarra, leikmann félagsins.

Diarra hefur einnig verið orðað við Manchester City sem er sagt hafa verið reiðubúið að greiða 20 milljónir punda fyrir leikmanninn.

En nú er ljóst að fátt getur staðið í vegi fyrir því að Diarra geti gengið til liðs við Real Madrid. Hann sagði í viðtali við Marca að það væri draumi líkast að fá að spila fyrir lið eins og Real Madrid.

„Við höfum alltaf sagt að við munum leyfa leikmönnum að fara annað ef við fáum sérstaklega gott tilboð í þá," er haft eftir talsmanni Portsmouth á heimasíðu félagsins.

„Félagið getur ekki staðið í vegi fyrir Diarra í þessu máli. Það sýnir hversu langt félagið hefur náð þegar að Real Madrid sýnir leikmanni þess áhuga."

Diarra á þessa stundina við meiðsli að stríða og hefur ekki spilað með Portsmouth undanfarinn mánuð vegna þessa. Hann er hins vegar óðum að jafna sig.






Tengdar fréttir

Diarra dreymir um Real Madrid

Lassana Diarra viðurkennir að það væri draumi líkast að ganga til liðs við félag eins og Real Madrid en hann hefur sterklega verið orðaður við félagið í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×