Innlent

Björgvin G. og Þórunn segi af sér

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. MYND/Alþingi

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir ættu þegar að segja af sér í kjölfar þeirra ummæla þeirra í gær að rétt væri að efna til kosninga í vetur í ljósi nýrra aðstæðna í þjóðfélaginu.

Jón sagði að ljóst væri af þessu að þau væru ekki fólk til að taka þátt í uppbyggingastarfinu, sem auk þess myndi tefjast af kosningabaráttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×