Innlent

Gríðarmiklar olíu- og gaslindir á Drekasvæðinu

Sérfræðingar norska olíufélagsins Sagex Petrolium telja að á Drekasvæðinu sé álíka mikil olía og í norska hluta Norðursjávar. Verðmætin eru talin svo mikil að þau jafngilda öllum opinberum útgjöldum á Íslandi í fjögurhundruð ár. Íslensk stjórnvöld bjóða út rétt til leitar og olíuvinnslu á svæðinu eftir tvo mánuði. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2 í kvöld.

Framtíð Íslands gæti legið í Drekasvæðinu í norðausturhorni íslensku efnahagslögsögunnar, ef marka má sérfræðinga norska olíufélagsins Sagex Petrolium. Gunnlaugur Jónsson, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, segir starfsmenn þess handvissa um að þarna sé olía og Drekasvæðið verði næsti Norðursjór. Þar sé álíka mikil olía og í norskahluta Norðursjávar. Eina spurningin er hversu margar holur þurfi að bora til að ná í hana.

Sagex-menn eru þeir aðilar sem einna mest hafa rýnt í gögn af Drekasvæðinu en þeir voru áður ráðgjafar íslenskra stjórnvalda. Sérfræðingar Orkustofnunar eru sammála því að þarna séu verðmæti. Kristinn Einarsson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, segir ljóst að þarna sé olía og/eða gas. Hljóðbylgjumælingar sýni slík merki og viðbótargögn sem fengust í sumar með fjölgeislamælingum rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunarinnar styðji það enn frekar.

Ef leit á Drekasvæðinu gengur vel má gera menn ráð fyrir að fyrsta olían náist upp eftir þrjú til fimm ár og þá hefjist uppbygging á norðausturhorni landsins. Gunnlaugur Jónsson hjá Sagex spáir því að þar verði mikil uppbygging á næstu fimm til fimmtán árum.Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.