Íslenski boltinn

Hver skoraði besta markið í annarri umferð?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Ramsay skoraði glæsilegt mark í fyrstu umferðinni.
Scott Ramsay skoraði glæsilegt mark í fyrstu umferðinni. Mynd/Vilhelm

Mark Scott Ramsay var kosið besta markið í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla af lesendum Vísis en nú er ný kosning hafin.

Smelltu hér eða sláðu inn www.visir.is/bestumorkin til að taka þátt í nýrri kosningu þar sem fimm mörk úr annarri umferð deildarinnar eru nú tilnefnd sem besta markið.

Alls voru 24 mörk skoruð í fyrstu umferðinni en þeim fækkaði talsvert á milli umferða þar sem „aðeins" þrettán mörk voru skoruð.

Glæsimark Ramsay fyrir Grindavík gegn KR hlaut yfirburðakosningu og fékk alls 48,1 prósent greiddra atkvæða. Næst kom þrumufleygur Bjarna Ólafs Eiríkssonar fyrir Val gegn Keflavík með 23,5 prósent.

Niðurstaða síðustu kosningu:

1. Scott Ramsay - 48,1%

2. Bjarni Ólafur Eiríksson - 23,5%

3. Símun Samuelsen - 12,3%

4. Hjálmar Þórarinsson - 8,2%

5. Guðjón Baldvinsson - 7,9%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×