,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið" 23. nóvember 2008 14:03 Myndin er tekin af dóttur Önnu á slysavarðsstofunni í gær. Myndin er fengin af heimasíðu Önnu - www.anna.is Móðir 16 ára stúlku sem fékk piparúða yfir sig í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær er allt annað en sátt með aðgerðir lögreglu. ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið," segir Anna Helgadóttir en dóttir hennar komst við illan leik út úr lögreglustöðinni. Í framhaldinu leituðu mæðgurnar aðstoðar á slysadeild. Nokkur hundruð manns mótmætlu við lögreglustöðina í gær handtöku Hauks Hilmarssonar sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum. Anna er vinkona Evu Hauksdóttur, móður Hauks, og hún mætti við lögreglustöðina til að styðja mæðginin. ,,Ég átti alveg eins von á því að við yrðum þrjár fyrir utan lögreglustöðina," segir Anna og bætir við að sér hafi komið verulega á óvart hversu margir mættu til að mótmæla handtökunni sem var ólögmæt að hennar mati. ,,Ég er ekki hlynnt því að fólk grýti hlutum eða skemmi þegar það er að mótmæla," segir Anna sem telur að mótmælin við lögreglustöðina hafi farið úr böndunum. ,,Mér fannst viðbrögð lögreglu aftur á móti furðuleg því það var eins og húsið væri mannlaust. Það reyndi enginn að koma og tala við fólkið. Fyrstu viðbrögð lögreglu var skyndiárás." Anna segir að þegar að hópur fólks fór inn í anddyrið hafi dóttir sín borist inn með fjöldanum. Anna reyndi að ná til hennar og segja henni að koma út. Þegar fólkið kom hlaupandi út stuttu síðar undan piparúðanm fann Anna hana sárkvalda. ,,Hún fann til andlitinu, höndum, hnakka og alls staðar þar sem hún varð fyrir eitrinu." Anna segir að dóttir sín hafi fengið góða aðhlynningu á slysavarðsstofunni í Fossvogi þar sem skolað var úr augum hennar. Anna furðar sig aftur á móti á því að starfsfólkið virðist ekki vita vel hvernig á að meðhöndla önnur svæði sem komast í snertingu við það efnið. ,,Það er vitað að lögreglan beitir þessu vopni og ég hafði talið eðlilegt að starfsmenn heilbrigðisstofnanna myndu vita betur hvernig á að meðhöndla þá sem komast í snertingu við eitrið." Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Móðir 16 ára stúlku sem fékk piparúða yfir sig í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær er allt annað en sátt með aðgerðir lögreglu. ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið," segir Anna Helgadóttir en dóttir hennar komst við illan leik út úr lögreglustöðinni. Í framhaldinu leituðu mæðgurnar aðstoðar á slysadeild. Nokkur hundruð manns mótmætlu við lögreglustöðina í gær handtöku Hauks Hilmarssonar sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum. Anna er vinkona Evu Hauksdóttur, móður Hauks, og hún mætti við lögreglustöðina til að styðja mæðginin. ,,Ég átti alveg eins von á því að við yrðum þrjár fyrir utan lögreglustöðina," segir Anna og bætir við að sér hafi komið verulega á óvart hversu margir mættu til að mótmæla handtökunni sem var ólögmæt að hennar mati. ,,Ég er ekki hlynnt því að fólk grýti hlutum eða skemmi þegar það er að mótmæla," segir Anna sem telur að mótmælin við lögreglustöðina hafi farið úr böndunum. ,,Mér fannst viðbrögð lögreglu aftur á móti furðuleg því það var eins og húsið væri mannlaust. Það reyndi enginn að koma og tala við fólkið. Fyrstu viðbrögð lögreglu var skyndiárás." Anna segir að þegar að hópur fólks fór inn í anddyrið hafi dóttir sín borist inn með fjöldanum. Anna reyndi að ná til hennar og segja henni að koma út. Þegar fólkið kom hlaupandi út stuttu síðar undan piparúðanm fann Anna hana sárkvalda. ,,Hún fann til andlitinu, höndum, hnakka og alls staðar þar sem hún varð fyrir eitrinu." Anna segir að dóttir sín hafi fengið góða aðhlynningu á slysavarðsstofunni í Fossvogi þar sem skolað var úr augum hennar. Anna furðar sig aftur á móti á því að starfsfólkið virðist ekki vita vel hvernig á að meðhöndla önnur svæði sem komast í snertingu við það efnið. ,,Það er vitað að lögreglan beitir þessu vopni og ég hafði talið eðlilegt að starfsmenn heilbrigðisstofnanna myndu vita betur hvernig á að meðhöndla þá sem komast í snertingu við eitrið."
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira