Enski boltinn

Carvalho frá næstu vikurnar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ricardo Carvalho leikur ekki með Chelsea næsta mánuðinn eða svo. Ástæðan eru meiðsli í hné sem hann varð fyrir um helgina í leiknum gegn Manchester United.

Vonast er til að Carvalho verði tilbúinn aftur í slaginn fyrir leik Chelsea gegn Liverpool 26. október.

Þá verður Deco frá í tvær vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í upphitun fyrir leikinn í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×