Innlent

Norsk sendinefnd skoðar aðstoð við Íslendinga

Norðmenn virðast ætla að verða Íslendingum haukar í horni.
Norðmenn virðast ætla að verða Íslendingum haukar í horni. MYND/Hari

Norðmenn hyggjast rétta Íslendingum hjálparhönd í þeim hremmingum sem ganga yfir landið og er von á norskri sendinefnd til Íslands í dag. Þetta kemur fram á fréttavef norska ríkisútvarpsins.

Nefndinni er ætlað að leggja mat á ástandið með íslenskum stjórnvöldum og ræða frekar hvað Norðmenn geti gert til að styðja við landið. Bent er á að Norðmenn hafi þegar lánað Íslendingum 1,7 milljarða norskra króna en þar er vísað til gjaldeyrisskiptasamninga við norrænu Seðlabankanna sem nýtti voru að hluta í síðustu viku.

Kreppan sé hins vegar í mikil á Íslandi og frekari lán eru möguleg eða jafnvel séfræðiaðstoð. Ósk um slíkt verði þó að koma frá íslenskum stjórnvöldum. Velferðarráðherra Noregs, Liv Signe, Navarsete segir í fréttinni: „Þetta er frændþjóð í kreppu og við viljum sína henni stuðning."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×