Íslenski boltinn

KR vann FH í Lengjubikarnum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Logi Ólafsson, þjálfari KR.
Logi Ólafsson, þjálfari KR.

Lokaleikur riðlakeppni A-deildar Lengjubikars karla fór fram í kvöld þegar KR og FH mættust á gervigrasvelli KR.

Fyrir leikinn voru bæði liðin örugg áfram en hann skar úr um hvort liðið næði efsta sæti í riðli 2.

Það voru KR-ingar sem tryggðu sér toppsætið með 2-0 sigri en mörkin skoruðu Gunnlaugur Jónsson og Guðjón Baldvinsson.

Átta liða úrslit Lengjubikarsins verða leikin á föstudag og laugardag. Þá mætast:

Valur - Keflavík

HK - Breiðablik

Fram - FH

KR - ÍA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×