Innlent

Varað við hálku og þæfingi á heiðum

MYND/Ásgrímur

Vegir eru víðast hvar auðir á Suður- og Vesturlandi en þó er hálka í Bröttubrekku og á Nesjavallaleið.

Á Vestfjörðum er þæfingur á Þorskafjarðar- og Hrafnseyrarheiðum, en Klettsháls var ruddur í morgun. Þungfært er norður í Árneshreppi og víða hálka vestra.

Éljagangur og jafnvel skafrenningur eru víða á Norðurlandi, víða hálka, og þæfingur á Lágheiði. Það er líka víða hált á Austurlandi, skafrenningur á Fjarðarheiði og Öxi og þæfingsfærð á Hellisheiði eystri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×