Enski boltinn

Mourinho ætlar aftur til Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.

Jose Mourinho ætlar að snúa aftur í enska boltann þegar verkefni hans með Inter á Ítalíu er lokið. Mourinho tók við Inter í sumar af Roberto Mancini.

„Ég er mjög hrifinn af ensku deildinni og mun klárlega snúa aftur þangað einn daginn. Ég held að ég muni gera það eftir að ég hætti með Inter," sagði Mourinho.

„Það virðast allir tala um það að ég muni fara í spænsku deildina eða í landsliðsþjálfun. Það er ekki satt. Ég vill fara aftur til Englands eftir Inter," sagði Mourinho sem er samt sem áður ekki á leið frá Inter í bráð. „Ég er með samning við Inter og er ánægður hér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×