Innlent

Hæstiréttur sýknar í tálbeitumáli Kompás

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms í svokölluðu tálbeitumáli sem tengist fréttaskýringarþættinum Kompási.

Fjallað var um það í þættinum í fyrra hvernig fimm menn hefðu reynt að komast á fund 13 ára stúlku með það fyrir augum að eiga við hana kynmök en stúlkan var tálbeita Kompáss. Í framhaldi af því að Kompás afhenti lögreglunni gögn úr þættinum og myndefni var ákveðið að ákæra þrjá mannanna fyrir tilraun til kynferðisbrots.

Þeir voru hins vegar sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og sagði meðal annars í dómnum að vafi léki á því hvort lögreglu hefði verið heimilt að byggja rannsókn sína á gögnum Kompáss. Bent var á að lögreglu væri óheimilt að afla gagna á sama hátt og Kompás gerði, það er með tálbeitu. Þessari niðurstöðu héraðsdóms áfrýjaði ríkissaksóknari til Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms eins og fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×