Auðmenn selji hallir og snekkjur áður en almenningur opnar pyngjur 23. október 2008 12:00 MYND/ÞÖK Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, vill að eignir auðmanna landsins verði seldar áður en almenningur opni pyngjur sínar vegna aukinna skulda. Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Alþýðusambandsins. Þar sagði Ögmundur að þeir sem hefðu komið Íslendingum út það skuldafen sem við blasti ættu að axla ábyrgðina. „Þá fyrst opni almenningur pyngjur sínar að, allar hallirnar, allar snekkjurnar, öll fótboltaliðin, og allar þoturnar hafa verið seldar og allir felureikningarnir á Cayman eyjum, Kýpur og á Ermasundi hafa verið tæmdir og að S-hópar einkavinavæðingarinnar hafa skilað ránsfeng sínum tilbaka. Þetta hlýtur að verða krafa verkalýðshreyfingar og forsenda þess að gengið verði til einhvers sem kalla megi þjóðarsátt," sagði Ögmundur. Ögmundur gagnrýndi það sem hann kallaði óhefta markaðshyggju um allan heim og sagði Davíð Oddsson hafa farið fyrir slíku hér á landi en það væri rekið áfram af græðgi. Enn fremur gagnrýndi hann Geir H. Haarde forsætisráðherra. „Forsætisráðherra þjóðarinnar sagði okkur í sjónvarpsviðtali í gær að sem betur fer væri ríkissjóður skuldlítill til að taka á sig byrðar. Þjóðina setti hljóða yfir þessum súrrealísku yfirlýsingum oddvita ríkisstjórnar sem er í þann veginn að skrifa á almenning hærri skuldir en áður hafa þekkst í Íslandssögunni. Á alþýðu manna á Íslandi er ætlunin að hlaða skuldaklyfjum sem eru meiri að vöxtum en nokkur þjóð fær risið undir. Út á það ganga kröfur heimslögreglu kapítalismans sem mætt er til leiks undir merkjum Aljóðagjaldeyrissjóðsins. Sú lögregla veit hvað keisarans er og að skuldin við hann skuli goldin áður en slakað verði á þumalskrúfum gagnvart íslensku launaþjóðinni," sagði Ögmundur Hann bætti við að gera yrði þá afdráttarlausu kröfu til þeirra sem semdu fyrir okkar hönd að þeir skrifuðu ekki upp á nauðung sem skuldsetti og veðsetti börnin okkar og barnabörn um ókomna tíð. „Íslendingar eiga vissulega að standa við lögbundnar og þjóðréttarlegar skuldbindingar - en þá verða stjórnvöldin í landinu að leggja það niður fyrir sér hverjar þær eru og lýsa því afdráttarlaust yfir að frekar viljum við þola þrengingar en sæta afarkostum sem kæmu til með að fylgja okkur inn í ókominn tíma með verri afleiðingum en flestir gera sér grein fyrir." Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, vill að eignir auðmanna landsins verði seldar áður en almenningur opni pyngjur sínar vegna aukinna skulda. Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Alþýðusambandsins. Þar sagði Ögmundur að þeir sem hefðu komið Íslendingum út það skuldafen sem við blasti ættu að axla ábyrgðina. „Þá fyrst opni almenningur pyngjur sínar að, allar hallirnar, allar snekkjurnar, öll fótboltaliðin, og allar þoturnar hafa verið seldar og allir felureikningarnir á Cayman eyjum, Kýpur og á Ermasundi hafa verið tæmdir og að S-hópar einkavinavæðingarinnar hafa skilað ránsfeng sínum tilbaka. Þetta hlýtur að verða krafa verkalýðshreyfingar og forsenda þess að gengið verði til einhvers sem kalla megi þjóðarsátt," sagði Ögmundur. Ögmundur gagnrýndi það sem hann kallaði óhefta markaðshyggju um allan heim og sagði Davíð Oddsson hafa farið fyrir slíku hér á landi en það væri rekið áfram af græðgi. Enn fremur gagnrýndi hann Geir H. Haarde forsætisráðherra. „Forsætisráðherra þjóðarinnar sagði okkur í sjónvarpsviðtali í gær að sem betur fer væri ríkissjóður skuldlítill til að taka á sig byrðar. Þjóðina setti hljóða yfir þessum súrrealísku yfirlýsingum oddvita ríkisstjórnar sem er í þann veginn að skrifa á almenning hærri skuldir en áður hafa þekkst í Íslandssögunni. Á alþýðu manna á Íslandi er ætlunin að hlaða skuldaklyfjum sem eru meiri að vöxtum en nokkur þjóð fær risið undir. Út á það ganga kröfur heimslögreglu kapítalismans sem mætt er til leiks undir merkjum Aljóðagjaldeyrissjóðsins. Sú lögregla veit hvað keisarans er og að skuldin við hann skuli goldin áður en slakað verði á þumalskrúfum gagnvart íslensku launaþjóðinni," sagði Ögmundur Hann bætti við að gera yrði þá afdráttarlausu kröfu til þeirra sem semdu fyrir okkar hönd að þeir skrifuðu ekki upp á nauðung sem skuldsetti og veðsetti börnin okkar og barnabörn um ókomna tíð. „Íslendingar eiga vissulega að standa við lögbundnar og þjóðréttarlegar skuldbindingar - en þá verða stjórnvöldin í landinu að leggja það niður fyrir sér hverjar þær eru og lýsa því afdráttarlaust yfir að frekar viljum við þola þrengingar en sæta afarkostum sem kæmu til með að fylgja okkur inn í ókominn tíma með verri afleiðingum en flestir gera sér grein fyrir."
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira