Innlent

Reykingamönnum fækkar enn á Íslandi

Reykingamönnum í landinu heldur áfram að fækka ef mið er tekið af könnunum Capacent á árinu.

Þar kemur fram að þeim sem reykja daglega hefur fækkað úr því að vera 19 prósent af þjóðinni í 17,6 prósent á milli árannna 2007 og 2008. Í tilkynningu frá Lýðheilsustöð kemur enn fremur fram að þarna muni mest um að færri konur reykja. Fimmtán prósent þeirra reykja daglega og fimmtungur karla.

Þá sýna rannsóknir tíðni reykinga í 10. bekk grunnskóla minnkar ár frá ári og áhugavert er að á sama tíma taka sífellt fleiri fullorðnir Íslendingar þá ákvörðun að hætta að reykja.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×