Innlent

Hæstiréttur staðfestir dóm vegna áfengisauglýsinga

Karl Garðarsson fyrrverandi ritstjóri.
Karl Garðarsson fyrrverandi ritstjóri.
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Karli Garðarssyni, fyrrum ritstjóra Blaðsins. Karl var sakfelldur fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins á árinu 2005 birt fjórar auglýsingar á áfengi og með því brotið gegn áfengislögum.

Í dómnum kemur fram að ekki hafi verið talið að 20. gr. áfengislaga bryti í bága við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eða skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum,. Slíkum vörnum hafði áður verið hafnað í dómum héraðsdóms. Þá féllst Hæstiréttur ekki á það að bann við áfengisauglýsingum bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þá var ekki fallist á það með Karli að rannsókn lögreglu hefði verið ábótavant.

Þar sem höfundur auglýsinganna hafði ekki nafngreint sig bar Karl ábyrgð á birtingu auglýsinganna og var staðfest niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu Karls og hann dæmdur til greiðslu milljón króna sektar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×