Fótbolti

Essien knattspyrnumaður ársins í Gana

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Michael Essien hjá Chelsea hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Gana eftir góða frammistöðu með landsliði sínu í Afríkukeppninni og undankeppni HM á árinu.

Sulley Muntari hjá Inter Milan varð í öðru sæti í kjörinu en hann lék með Portsmouth á fyrri helmingi ársins. Í þriðja sæti varð svo Lareya Kingston hjá Hearts í Skotlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×