Innlent

Sakfelldur fyrir að nefbrjóta mann

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sakfellt sautján ára pilt fyrir líkamsárás fyrr á árinu. Þá kýldi hann annan mann tvisvar í andlitið þannig að sá nefbrotnaði og hlaut eymsli yfir kinnbeinsholum. Árásin átti sér stað fyrir utan félagsheimilið Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit.

Pilturinn játaði brotið skýlaust fyrir dómi en hann hafði aldrei áður komist í kast við lögin. Þá kom fram fyrir dómi að hann hefði náð sáttum við fórnarlambið um skaðabætur og taldi dómurinn rétt í ljósi alls þessa að fresta refsingu yfir piltinum og fellur hún niður haldi hann skilorð í þrjú ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×