Valur tapaði í Árbænum og FH gerði jafntefli 4-4 Elvar Geir Magnússon skrifar 19. maí 2008 19:15 Öllum fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeildinni er lokið. Íslandsmeistarar Vals töpuðu sínum öðrum leik þegar Fylkismenn tóku sín fyrstu stig og þá gerðu Þróttur og FH 4-4 jafntefli í svakalegum leik. Keflavík og Fjölnir eru með fullt hús á toppi deildarinnar eftir sigra á HK og Grindavík sem eru stigalaus. Hægt var að fylgjast með á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. HK - Keflavík 1-2 Fylkir - Valur 2-0 Þróttur - FH 4-4 Grindavík - Fjölnir 0-1 Þróttarar tóku á móti FH á Valbjarnarvelli en Hjörtur Hjartarson kom Þrótti yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni. Tryggvi Guðmundsson jafnaði úr vítaspyrnu á 9. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Davíð Þór Viðarsson á 19. mínútu. Þróttarar lögðu þó ekki árar í bát og hinn danski Dennys Danry jafnaði á 26. mínútu leiksins með glæsimarki. FH endurheimti forystuna á 58. mínútu þegar Jónas Grani Garðarsson skoraði. Aftur lagði Tryggvi upp. Þórður Steinar Hreiðarsson jafnaði á 70. mínútu. Arnar Gunnlaugsson skoraði með marki úr vítaspyrnu undir lokin og margir FH-ingar farnir að fagna sigri. Eftir stórkostlega aukaspyrnu Dennis Danry potaði Eysteinn Lárusson fyrirliði Þróttar boltanum yfir línuna þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Úrslitin 4-4. Halldór Hilmisson kom Fylki yfir gegn Íslandsmeisturum Vals á 31. mínútu eftir sendingu frá Vali Fannari Gíslasyni. Peter Gravesen bætti öðru marki við fyrir Fylki á 71. mínútu úr vítaspyrnu og úrslitin 2-0 fyrir heimamenn. Á Kópavogsvelli komst HK yfir gegn Keflavík snemma í seinni hálfleik. Markið skoraði Mitja Brulc. Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði fyrir Keflavík á 80. mínútu og skömmu síðar kom Patrik Redo gestunum yfir og gestirnir tóku því öll stigin. Ólafur Páll Snorrason kom Fjölni yfir í nýliðaslagnum gegn Grindavík á 34. mínútu leiksins en hann skoraði beint úr hornspyrnu. Grindvíkingar komust nálægt því að jafna en fleiri urðu mörkin ekki og Fjölnir vann 1-0 sigur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Öllum fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeildinni er lokið. Íslandsmeistarar Vals töpuðu sínum öðrum leik þegar Fylkismenn tóku sín fyrstu stig og þá gerðu Þróttur og FH 4-4 jafntefli í svakalegum leik. Keflavík og Fjölnir eru með fullt hús á toppi deildarinnar eftir sigra á HK og Grindavík sem eru stigalaus. Hægt var að fylgjast með á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. HK - Keflavík 1-2 Fylkir - Valur 2-0 Þróttur - FH 4-4 Grindavík - Fjölnir 0-1 Þróttarar tóku á móti FH á Valbjarnarvelli en Hjörtur Hjartarson kom Þrótti yfir strax á fyrstu mínútu leiksins eftir sendingu frá Rafni Andra Haraldssyni. Tryggvi Guðmundsson jafnaði úr vítaspyrnu á 9. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Davíð Þór Viðarsson á 19. mínútu. Þróttarar lögðu þó ekki árar í bát og hinn danski Dennys Danry jafnaði á 26. mínútu leiksins með glæsimarki. FH endurheimti forystuna á 58. mínútu þegar Jónas Grani Garðarsson skoraði. Aftur lagði Tryggvi upp. Þórður Steinar Hreiðarsson jafnaði á 70. mínútu. Arnar Gunnlaugsson skoraði með marki úr vítaspyrnu undir lokin og margir FH-ingar farnir að fagna sigri. Eftir stórkostlega aukaspyrnu Dennis Danry potaði Eysteinn Lárusson fyrirliði Þróttar boltanum yfir línuna þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Úrslitin 4-4. Halldór Hilmisson kom Fylki yfir gegn Íslandsmeisturum Vals á 31. mínútu eftir sendingu frá Vali Fannari Gíslasyni. Peter Gravesen bætti öðru marki við fyrir Fylki á 71. mínútu úr vítaspyrnu og úrslitin 2-0 fyrir heimamenn. Á Kópavogsvelli komst HK yfir gegn Keflavík snemma í seinni hálfleik. Markið skoraði Mitja Brulc. Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði fyrir Keflavík á 80. mínútu og skömmu síðar kom Patrik Redo gestunum yfir og gestirnir tóku því öll stigin. Ólafur Páll Snorrason kom Fjölni yfir í nýliðaslagnum gegn Grindavík á 34. mínútu leiksins en hann skoraði beint úr hornspyrnu. Grindvíkingar komust nálægt því að jafna en fleiri urðu mörkin ekki og Fjölnir vann 1-0 sigur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira