Erlent

Fegurðardrottning svipt titlinum vegna fíkniefnamáls

Laura Zuniga.
Laura Zuniga.

Laura Zuniga, 23 ára fegurðardrottning frá Mexíkó, var í dag svipt titli sínum sem fegursta kona rómönsku Ameríku í kjölfar þess að hún var handtekin grunuð um fíkniefnasmygl.

Blómarósin var handtekin á mánudaginn í félagi við sjö karlmenn eftir að lögreglan fann rifla og 55.000 dollara í lúxusbifreið sem þau óku um suðurhluta landsins í átt að næstu landamærum. Í bifreiðinni fundust einnig fíkniefni.

Zuniga átti að keppa í Miss International keppninni á nýju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×