Erlent

Úkraínumenn og Rússar deila enn um verð á gasi

Rússar vöruðu við því í dag að deila þeirra við Úkraínumenn um verð á gasi, gæti truflað gasflutninga Rússa til viðskiptavina þeirra í vestur Evrópu.

Talsmaður hins ríkisrekna Gazprom segir að ef Rússar neyðast til að skrúfa fyrir gas til Úkraínumanna vegna þess að þeir standi ekki í skilum með greiðslur, geti Úkraínumenn veitt gasi sem ætlað sé vestur Evrópu inn til sín. Þannig gæti dregið svo mikið úr flæði á gasi til Evrópu að fyrirtækið geti ekki staðið við gerða samninga.

Úkraínumenn og Rússar deila nú í fjórða sinn um verð á gasi frá því Úkraína varð sjálfstæð. En ríkið er í lykilstöðu þar sem gasleiðslurnar til vestur Evrópu liggja í gegnum Úkraínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×